Dótturfyriræki Pipar\TBWA, TBWA\Norway, tilkynnti í dag kaup sín og yfirtöku á Scandinavian Design Group en hún er ein þekktasta hönnunarstofa Norðurlanda.
Stofan var stofnuð árið 1987 og segir í tilkynningu að með þessari sameiningu mun staða fyrirtækjanna styrkjast til muna á Norðurlöndunum.
„Þessi sameining er sameining tveggja sterkra hefða og arfleifðar á báða bóga. Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun,“ segir Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá Scandinavian Design Group.
„Við munum með þessu tengja tvo sterka heima með mikla sögu."
Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipar\TBWA, segist mjög ánægður með samrunann í Noregi og að með þessu náist miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini í Noregi ásamt viðskiptavinum á Íslandi.
Í tilkynningu segir jafnframt að fjölmörg vörumerki muni njóta góðs af samrunanum að þau eru meðal annars Sparebank1, Nestlé, Norges Bank, Domino‘s og The Viking Planet.
„Við munum með þessu tengja tvo sterka heima með mikla sögu. Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti,“ segir Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway.