Gosdrykkurinn Dr. Pepper á sér langa sögu en byrjað var að framleiða hann fyrir 139 árum í Bandaríkjunum.

Gosdrykkurinn Dr. Pepper á sér langa sögu en byrjað var að framleiða hann fyrir 139 árum í Bandaríkjunum.

Vinsældir drykkjarins hafa sveiflast í gengum árin en nú greinir Wall Street Journal frá því að Dr. Pepper sé, ásamt Pepsi, næstvinsælasti gosdrykkurinn í Bandaríkjunum.

Coca Cola trónir á toppnum, með ríflega 19% markaðshlutdeild. Dr. Pepper og Pepsi eru með ríflega 8% hlutdeild hvor drykkur. Þetta eru tíðindi því síðustu fjóra áratugi hefur Pepsi átt annað sætið á listanum. Fyrir tuttugu árum var markaðshlutdeild Pesi um 12% en Dr. Pepper um 5,5%.

Lyfjafræðingurinn Charles Alderton stofnaði Dr. Pepper árið 1885 og á drykkurinn sér því lengri sögu en bæði Pepsi og Coca Cola. Alls eru 23 bragðefni í Dr. Pepper, meðal annars kirsuberja- og vanillusýróp.