Hluta­bréf í banda­ríska eimingar­húsinu Brown-Forman hafa lækkað um 10% í dag eftir að fyrir­tækið greindi frá sölu­tölum á þriðja árs­fjórðung í gær.

Dræm sala á víski mun draga úr af­komu fé­lagsins á árinu en sölu­tekjur af Jack Dani­els hafa dregist saman um 2% milli ára á meðan tekjur af Woodford og Old For­ester féllu um 3% og 5%.

Í af­komu­við­vörun segir fyrir­tækið að nú­verandi efna­hags­á­stand sé að þrengja að neyt­endum sem gerir fé­laginu erfitt fyrir.

Af­komu­spá eiminga­hússins fyrir árið var lækkuð í gær og býst fyrir­tækið við því að tekjur muni aukast um 3% til 5% milli ára sem er mun lægra en fyrri spár gerðu ráð fyrir sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Hluta­bréf fé­lagsins hafa lækkað um 20% á árinu.