Hlutabréf í bandaríska eimingarhúsinu Brown-Forman hafa lækkað um 10% í dag eftir að fyrirtækið greindi frá sölutölum á þriðja ársfjórðung í gær.
Dræm sala á víski mun draga úr afkomu félagsins á árinu en sölutekjur af Jack Daniels hafa dregist saman um 2% milli ára á meðan tekjur af Woodford og Old Forester féllu um 3% og 5%.
Í afkomuviðvörun segir fyrirtækið að núverandi efnahagsástand sé að þrengja að neytendum sem gerir félaginu erfitt fyrir.
Afkomuspá eimingahússins fyrir árið var lækkuð í gær og býst fyrirtækið við því að tekjur muni aukast um 3% til 5% milli ára sem er mun lægra en fyrri spár gerðu ráð fyrir samkvæmt The Wall Street Journal.
Hlutabréf félagsins hafa lækkað um 20% á árinu.