Lán­töku­á­ætlun Reykja­víkur­borgar fyrir árið hljóðar upp á 16,5 milljarða en á fyrstu sex mánuðum ársins hækkuðu lang­tíma­skuldir um rúma 2 milljarða og var ný lán­taka 6,96 milljarðar. Í lok júní var borgin með yfir­dráttar­lán upp á 1,6 milljarða.

Lítill á­hugi ­fjár­festa á skulda­bréfum borgarinnar á því á­lagi sem borgin hefur talið eðli­legt hefur ó­neitan­lega átt þátt í því að borgin á­kvað að sækja um 100 milljóna evra rekstrar­lán hjá Þróunar­banka Evrópu­ráðsins (CEB) í vor.

Borgar­ráð sam­þykkti í júlí að veita fjár­mála- og á­hættu­stýringar­sviði heimild til að draga allt að 50 milljónir evra af láninu en sam­kvæmt svörum sviðs­stjóra fjár­mála- og á­hættu­stýringar­sviðs við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins hefur ekki verið dregið á lánið enn þá.

Það standi þó til að gera það í þessum mánuði.

Sam­kvæmt skil­málum lánsins þarf borgin að leggja fram óskir um tíma­lengd og hvort vextir eigi að vera fastir eða breyti­legir.

Borgin sótti að­eins 316 milljónir króna í skulda­bréfa­út­boði í apríl. Að­eins bárust til­boð fyrir 474 milljónir króna að sölu­virði.

Selt var fyrir 215 milljónir í RVK 53 á á­vöxtunar­kröfunni 3,45%, en 101 milljón í RVKN 35 á kröfunni 8,85%. Krafan á ó­verð­tryggða bréfinu tók við sér í kringum árs­hluta­upp­gjör borgarinnar í síðustu viku og fór úr 8,60% á mið­viku­daginn niður í 8,403% á mánu­daginn.

Þegar krafan lækkar hækkar virði bréfanna og gæti því verið að á­hugi sé að vakna að nýju á bréfunum eftir árs­hluta­upp­gjör í síðustu viku.

Fjár­mála- og á­hættu­stýring borgarinnar mun einnig gera gjald­miðla- og vaxta­skipta­samninga við inn­lenda við­skipta­banka vegna lánsins og því má á­ætla ein­hvern kostnað við gengis­varnir.

Krafan á skulda­bréf Þróunar­banka Evrópu­ráðsins sem eru á gjald­daga árið 2030 er nú um 2,87% og bankinn lánar að jafnaði með 45 til 50 punkta á­lagi og því ætti lánið að vera á hag­stæðum kjörum ef litið er fram hjá gjald­eyris­á­hættunni.

Gengi krónunnar hefur haldist nokkuð stöðugt í ár en krónan hefur þó veikst um rúm 2% gagn­vart evru frá þeim tíma sem borgar­ráð á­kvað að draga á lánið.

Evran hefur styrkt sig gagn­vart krónu um tæp 6% á árinu. Eðli málsins sam­kvæmt eru nær allar tekjur og út­gjöld borgarinnar í ís­lenskum krónum.