Minni litagleði verður í verslunum bandaríska verslunarrisans Target í júní þetta árið, þegar mánuður tileinkaður baráttu hinsegin fólks gengur í garð.

Target vakti athygli í fyrra þegar svokallaður Pride varningur var áberandi í verslunum en margir mótmæltu uppstillingunum og hótuðu að sniðganga verslunina. Þá lýsti Target yfir áhyggjum yfir öryggi starfsmanna, sem þurftu margir að þola áreiti og svívirðingar.

Þetta árið hefur verslunarrisinn gefið það út að Pride varningur verði aðeins fáanlegur í völdum verslunum og á vefsíðu Target.