Sölu­tekjur Dress­man á Ís­landi námu 835 milljónum króna í fyrra sem er um 6% hækkun á milli ára en tekjur fé­lagsins námu 786 milljónum í fyrra.

Hagnaður fé­lagsins nam 124 milljónum króna sem er hækkun úr 107 milljónum árið áður.

Sam­kvæmt árs­reikningi voru 14 manns í fullu starfi hjá fyrir­tækinu og námu laun og launa­tengd gjöld um 165 milljónum.

Sölu­tekjur Dress­man á Ís­landi námu 835 milljónum króna í fyrra sem er um 6% hækkun á milli ára en tekjur fé­lagsins námu 786 milljónum í fyrra.

Hagnaður fé­lagsins nam 124 milljónum króna sem er hækkun úr 107 milljónum árið áður.

Sam­kvæmt árs­reikningi voru 14 manns í fullu starfi hjá fyrir­tækinu og námu laun og launa­tengd gjöld um 165 milljónum.

Dress­man rekur fjórar verslanir hér­lendis en fé­lagið er í eigu Dress­man AS í Noregi. Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur út arður vegna síðasta rekstrarárs.

Leigu­kostnaður af skrif­stofu- og sölu­stöðum nam 136 milljónum sem er hækkun úr 125 milljónum árið áður. Eigið fé fé­lagsins í lok árs nam 561 milljón króna.