Í morgun voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2023 og er þetta 25. árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 40 fyrirtæki í 15 atvinnugreinum.

Costco eldsneyti hefur síðan 2017 verið hæst allra fyrirtækja. Hins varð breyting á því í ár en Dropp hreppti fyrsta sætið og var Costco eldsneyti í öðru sætinu. Dropp kemur inn sem nýtt fyrirtæki sem birtar eru niðurstöður fyrir sem póstþjónustufyrirtæki og nær þeim árangri að fá hæstu mælinguna í ár.

„Dropp var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni 83,9 stig. Lægstu einkunn ársins hlaut Íslandsbanki með 53,9 stig.”

Á viðburðinum í morgun var einnig veitt svokallaða Gyllta merkið sem fyrirtæki sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði hljóta. Það felur í sér 95% vissa að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina.

Sigurvegarar Ánægjuvogarinnar 2023.
© Aðsend mynd (AÐSEND)