Danska flutningafyrirtækið DSV hefur gert samkomulag við verslunarkeðjuna Flying Tiger Copenhagen, samkvæmtBørsen.
Flutningafyrirtækið mun greiða um 400 milljónir danskra króna í bætur eða um 8 milljarða íslenskra króna til Flying Tiger samkvæmt heimildum Inside Business.
Deilur fyrirtækjanna má rekja til ársins 2021 en samkvæmt Børsen á DSV að hafa nýtt sér óreiðuna á vöruflutningamarkaði það árið til þess að hækka flutningsverð umfram það sem félögin tvö höfðu áður samið um.
Félögin ákváðu að leysa deilurnar utan dómstóla og var niðurstaðan sú að DSV muni greiða verslunarkeðjunni mismuninn á kostnaðinum við flutningana á tímabilinu.