Danska flutninga­fyrir­tækið DSV hefur gert sam­komu­lag við verslunar­keðjuna Flying Tiger Copen­hagen, sam­kvæmtBørsen.

Flutninga­fyrir­tækið mun greiða um 400 milljónir danskra króna í bætur eða um 8 milljarða ís­lenskra króna til Flying Tiger sam­kvæmt heimildum Insi­de Business.

Deilur fyrir­tækjanna má rekja til ársins 2021 en sam­kvæmt Børsen á DSV að hafa nýtt sér ó­reiðuna á vöru­flutninga­markaði það árið til þess að hækka flutnings­verð um­fram það sem fé­lögin tvö höfðu áður samið um.

Fé­lögin á­kváðu að leysa deilurnar utan dóm­stóla og var niður­staðan sú að DSV muni greiða verslunar­keðjunni mis­muninn á kostnaðinum við flutningana á tíma­bilinu.