Í dag rekur Dunkin´ Donuts á Íslandi fimm staði á Íslandi, en nú hefur félagið tekið ákvörðun um að loka staðnum á Laugavegi frá og með 1. nóvember.  Rúm tvö ár eru síðan hann opnaði og var hann þá fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn hér á landi og vakti sú opnun mikla athygli.

Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi, segir að ákvörðunin byggi á því að rekstrartap sé á þessum stað, einkum vegna hás húsnæðiskostnaðar þar sem staðurinn er mjög stór í fermetrum talið.

„Þrátt fyrir að daglega sæki mikill fjöldi viðskiptavina staðinn þá ber reksturinn sig ekki í þessu húsnæði.  Það að reka 350 fermetra kaffihús í miðbæ Reykjavíkur reyndist of kostnaðarsamt fyrir okkur og þess vegna er þessi ákvörðun tekin.  “ segir Sigurður.

„Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri annarra kaffihúsa Dunkin og munum við sem fyrr bjóða þar uppá góða vöru á hagstæðu verði. “ segir Sigurður