Efna­hags­spá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðar­skútan verði lengur í lá­deyðu en áður var talið.

Greiningar­deild bankans telur að hag­vöxtur muni taka við sér á ný eftir sam­drátt á fyrri hluta árs en vöxtur verður fremur hægur. Spá bankans gerir þó ráð fyrir hægum vexti og að hag­vöxtur verði að­eins 1,5% árið 2025.

Mun það vera nokkuð minni vöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans en breytinguna má fyrst og fremst rekja til einka­neyslunnar og ferða­þjónustunnar, sem hefur mætt meiri and­byr en áður var reiknað með sam­kvæmt bankanum.

Efna­hags­spá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðar­skútan verði lengur í lá­deyðu en áður var talið.

Greiningar­deild bankans telur að hag­vöxtur muni taka við sér á ný eftir sam­drátt á fyrri hluta árs en vöxtur verður fremur hægur. Spá bankans gerir þó ráð fyrir hægum vexti og að hag­vöxtur verði að­eins 1,5% árið 2025.

Mun það vera nokkuð minni vöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans en breytinguna má fyrst og fremst rekja til einka­neyslunnar og ferða­þjónustunnar, sem hefur mætt meiri and­byr en áður var reiknað með sam­kvæmt bankanum.

„Skamm­tíma­horfurnar draga ó­neitan­lega dám af þéttu taum­haldi peninga­stefnunnar, bæði á vinnu­markaði þar sem at­vinnu­leysi fer vaxandi og hvað varðar inn­lenda eftir­spurn. Þá hefur miðlun peninga­stefnunnar til heimilanna styrkst til muna að undan­förnu með hertu að­gengi að verð­tryggðum í­búða­lánum, og því út­lit fyrir að heimilin haldi á­fram að rífa seglin og einka­neysla á mann dragist saman,” segir í spá bankans.

Ofan á það á ferða­þjónustan á brattann að sækja en á móti vega bjartar horfur í öðrum „ó­hefð­bundnari“ út­flutnings­greinum, s.s. fisk­eldi og lyfja­iðnaði.”

„Það dylst engum að krefjandi tímar eru fram undan og munu næstu misseri vafa­laust reyna á þol­rifin. Engu að síður teljum við að þjóðar­skútan komist í gegnum þessa haust­lægð án þess að steyta á skeri og að hag­vöxtur glæðist á ný árið 2026, þá drifinn á­fram af inn­lendri eftir­spurn og út­flutningi, einkum ferða­þjónustunni,” segir spá bankans.

Greiningar­deild bankans tekur þó fram að líkt og fyrr er ó­vissan mikil. Þó að opin­ber gögn beri það ekki með sér, enn sem komið er, virðist staða á­kveðinna hópa fara hratt versnandi.

„Taum­hald peninga­stefnunnar er þétt og fátt bendir til þess að það muni breytast á næstunni. Það má því vera að hag­spá þessi van­meti á­hrifin á fjár­festingu, hag­vöxt og at­vinnu­leysi.”