Í Pampore í Kasmír -héraði á Indlandi er saffranuppskera að ná hámarki þessa dagana. Pampore er þekktur fyrir saffranrækt og stundum kallaður Saffran-bærinn. Uppskeran þar hefur verið með minna móti undanfarin ár vegna þurrka.
Saffran, eða þræðirnir í plöntunni, er dýrasta krydd veraldar. Helgast það af því að plantan þrífst á fáum stöðum og hversu seinlegt er að safna þráðunum. Í heildsölu kostar kílóið af þessu indverska saffran um 400 þúsund krónur en kílóverð á saffran í smásölu á Íslandi er um 1,4 milljónir króna.