Fjármögnunarkostnaður breska ríkisins hefur hækkað töluvert á síðustu vikum er ávöxtunarkrafa á skuldabréfum til þrjátíu ára hefur hækkað verulega.
Engu að síður ákvað breska ríkið að ráðast í milljarða punda útboð á skuldabréfaflokki með lokagjöldum árið 2054.
Krafan var 2,126% sem er hæsta krafan á langtímaskuldabréfi breska ríkisins frá því á verðbólgutímanum í júlí 2004. Um er að ræða kröfuna (vextina) sem fjárfestar fá endurgreidda árlega ofan á verðbólgu. Ávöxtunarkrafan á markaði er því um 5,432%.
Eftirspurn í útboðinu var einnig dræm að sögn The Guardian en rúmlega þreföld eftirspurn var eftir bréfum ríkisins sem er mun minna en í venjulegu árferði.
Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum að Verkamannaflokkurinn sem nú er við völd í landinu neyðist til þess að fara í „mjög harðan“ niðurskurð þar sem fjármögnunarkostnaður ríkisins er orðinn gríðarlegur.
Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa til 30 ára fór í 5,21% fyrir viku síðan og hafði fjármögnunarkostnaður ríkisins ekki verið hærri síðan 1998. Sem fyrr segir er krafan í kringum 5,432% um þessar mundir.
Breskar ríkisstofnanir eru byrjaðar að undirbúa sig undir harðar fjárlagaskerðingar þar sem ríkissjóður Bretlands verður að draga verulega úr útgjöldum vegna hækkandi lántökukostnaðar.
Mikill órói hefur verið á skuldabréfamarkaði eftir að Verkamannaflokkurinn greindi frá áformum sínum um metútgáfu skulda á þessu fjárlagaári. Ávöxtunarkrafa breskra ríkisbréfa til 30 ára hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma og þar með lántökukostnaður ríkisins.
Breska ríkið greiðir nú þegar 100 milljarða punda í vaxtagreiðslur á hverju ári. Ríkið eyðir þannig um tvöfalt meiru bara í vexti en varnarmál.
The UK has seen gilt yields rise sharply in early 2025 no doubt but they don't look quite as horrific when you look at it like this. Gloomy UK narrative looks overdone
— Tom Rees (@tomelleryrees) January 13, 2025
- 2-yr yield in line.
- 10-yr yield 5bps above average
- 30-yr yield a bit worse, 7bps above average pic.twitter.com/B4mnWA3VDB