Breska flugfélagið Easyjet hefur staðfest að það mun aflýsa rúmlega 1.700 flugferðir fyrir mánuðina júlí, ágúst og september en Easyjet hefur hætt öllu flugi til og frá Gatwick flugvellinum.
Flugfélagið kennir takmörkunarreglum á lofthelgi innan Evrópu um og segir einnig að vandamál tengd flugumferðarstjórum sé að valda erfiðleikum.
Í tilkynningu frá Easyjet segir að félagið hafi nú þegar endurbókað 95% allra farþega en ákvörðunin kemur á sama tíma og skólar í Englandi og Wales eru að fara í sumarfrí.
„Viðskiptavinir sem fengu annað flug hafa fengið upplýsingar um endurbókun en það er rúmlega 95% allra viðskiptavina. Aðrir viðskiptavinir eiga líka möguleika á að endurbóka sig síðar eða biðja um endurgreiðslu,“ segir talsmaður Easyjet.
Flugfélagið segir einnig að sumarið í ár hafi reynst flugfélögum erfitt sökum lokun á lofthelgi í Úkraínu sem og verkföll flugumferðarstjóra. Verkföll franskra flugumferðarstjóra hafi haft áhrif á starfsemi í Evrópu fyrstu sex mánuði þessa árs og annað verkfall gæti verið á næsta leyti meðal flugumferðarstjóra Eurocontrol.
Á síðasta ári náðu flugvellir heldur ekki að anna þá miklu eftirspurn sem kom eftir að sóttvarnarreglum var aflétt og var þriðjungi allra flugferða í Bretlandi seinkað fyrir vikið.