Velta þriggja stærstu verkfræðistofanna hér á landi nam 22 milljörðum króna á síðasta ári og var það nálægt 2/3 af heildarveltu innlendra verkfræðistofa. Velta Eflu var sú mesta af þessum þremur eða tæpir 9 milljarðar. Þar á eftir kom Verkís með 7,3 milljarða og Mannvit með 5,8 milljarða.
Þrjár stærstu langstærstar
Þessar þrjár stofur bera höfuð og herðar yfir aðrar verkfræðistofur hér á landi hvað tekjur og afkomu varðar en fjórða stærsta verkfræðistofan mælt í veltu, VSÓ ráðgjöf, var einungis með tæplega þriðjung af veltu þriðja stærsta fyrirtækisins, Mannvits. Velta VSÓ ráðgjafar var 1,8 milljarður en Ferill verkfræðistofa kom þar á eftir með veltu upp á 1,1 milljarð króna.
Nánar er fjallað um málið í blaðinu Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2023 sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Hægt er að lesa greinina í heild hér.