Halldór Benjamín sagði, í Pallborðinu á Vísi sem nú stendur yfir, að kröfur Eflingar væru í kringum 50 þúsund króna hækkun að meðaltali á mann. Til samanburður fælu hækkanir í samningum annarra félaga innan SGS 42 þúsund króna hækkun að meðaltali á mann.

Sólveig Anna sagði Eflingu hafa boðið SA ýmsar ívilnanir í kjaraviðræðunum sem sigldu í strand síðustu helgi. Þar á meðal hafi stéttarfélagið fallið frá hinni svokölluðu framfærsluuppbót.

Hún segir jafnframt, í Pallborðinu á Vísi sem Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrir, að kröfur Eflingar hafi rúmast innan kostnaðarmats Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín hafnar þeirri staðhæfingu.

„Ég hafna því að það sem lagt var á borð Eflingar hafi rúmast innan kostnaðarmat SA. Svo var ekki og það er ekki hægt að halda því fram eins og staðreynd. Ef svo hefði verið,
hefði SA tekið upp pennann um leið og undirritað samninginn,“ bætir Halldór Benjamín við.