Stjórn Play hefur safnað á­skriftar­lof­orðum að and­virði 1.400 milljónir króna til við­bótar við á­skriftir að upp­hæð 2.600 milljónir króna sem áður var til­kynnt um í lok febrúar.

Skil­yrði á­skrifta um lág­marks­á­skrift fyrir a.m.k. 4 milljörðum hefur því verið upp­fyllt samkvæmt Kauphallartilkynningu félagsine. Á­skriftirnar eru nú því eingöngu háðar því skil­yrði að hlut­hafar PLAY sam­þykki að auka hluta­fé fé­lagsins á næsta aðal­fundi.

Á­skriftar­gengi á hvern hlut er 4,5 kr.

Til við­bótar við hluta­fjár­aukningu mun stjórn fé­lagsins leggja til við hlut­hafa að stjórninni verði veitt um­boð til að efna til al­menns út­boðs að jafn­virði allt að 8 milljónum evra sem samsvarar um 1,2 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins .

Á­skriftar­gengi á hvern hlut verður 4,5 kr. en nú­verandi hlut­hafar fé­lagsins munu njóta for­gangs ef til um­fra­m­á­skriftar kemur til að tryggja jafn­ræði.

Flug­fé­lagið á­ætlar jafn­framt að yfir­færsla Play á aðal­markað geti átt sér stað fyrir lok annars árs­fjórðungs.

„Það hefur verið virki­lega á­nægju­legt að verða vitni að þeim já­kvæðu undir­tektum sem fjár­festar hafa sýnt kynningu okkar á hluta­fjár­aukningunni. Með þeim skuld­bindingum sem við höfum nú mót­tekið á­samt skuld­bindingum okkar stærstu hlut­hafa, sem áður hafði verið til­kynnt um, hefur Play nú tryggt sér 4 milljarða eigin­fjár inn­spýtingu. Sú tala kann að stækka í kjöl­far út­boðs sem á­ætlað er í kjöl­far aðal­fundar fé­lagsins í mars,” segir Birgir Jóns­son for­stjóri Play.

„Hluta­fjár­aukningin styrkir fjár­hags­stöðu fé­lagsins veru­lega og gerir því kleift að grípa spennandi tæki­færi til vaxtar og/eða mæta ó­væntum á­föllum. Þetta er mikil­vægur á­fangi fyrir okkar góða fé­lag og starfs­fólk fé­lagsins. Það er magnað að upp­lifa hvernig fag­mennskan hjá starfs­fólki fé­lagsins heldur á­fram að þróast. Metnaðurinn hjá hópnum er ein­stakur og það eru lífs­gæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá PLAY,“ segir Birgir.