Þvottahúsið og efnalaugin Fönn hagnaðist um 221 milljón króna á síðasta ári og jókst hagnaður um 67 milljónir frá fyrra ári.
Rekstrartekjur námu tæplega 1,1 milljarði í fyrra og jukust um 25% frá árinu 2022. Stjórnendur telja að rekja megi veltuaukninguna til aukinna umsvifa í ferðaþjónustu.
Ari Guðmundsson er framkvæmdastjóri og eigandi félagsins en lagt er til að 70 milljónir verði greiddar út í arð á yfirstandandi ári.
Lykiltölur / Fönn - Þvottaþjónustan
2022 | |||||||
856 | |||||||
3.191 | |||||||
1.483 | |||||||
154 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.