XTX Markets algrímsviðskiptafélag rússneska stærðfræðingsins og milljarðamæringsins Alex Gerko hefur hagnast gífurlega á þeim væringum sem verið hafa á mörkuðum frá árinu 2020.

Félagið, sem er með höfuðstöðvar í London, greiddi 1,3 milljarða punda í arð fyrr á árinu, þrefalt meira en í fyrra. Bloomberg metur auð Gerko, sem er harður andstæður stjórnar Vladímír Pútíns, á um sex milljarða dollara. 

XTX Markets á daglega í háhraðaviðskiptum með hjálp algríma upp nærri 300 milljarða dollara á verðbréfa-, gjaldeyris- og hrávörumörkuðum heimsins.