Hugverkadeild innan viðskiptaráðuneytis Taílands stóð fyrir áhugaverðum viðburði á dögunum þar sem 1,2 milljónum eftirlíkinga af hinum ýmsu vörum frá þekktum vörumerkjum, sem gerðar höfðu verið upptækar, voru eyðilagðar.
Þar á meðal voru úr, fatnaður, handtöskur, skór, leikföng og ýmislegt fleira. Allir áttu þessir hlutir það sameiginlegt að vera ólöglegar eftirlíkingar af vörum annarra vörumerkja sem brjóta þar af leiðandi með margvísandi hætti á hugverkarétti vörumerkjanna.
Að sögn hugverkadeildarinnar nemur áætlað virði hugverkaréttarins sem verndaður var með aðgerðinni um 9,5 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 1,3 milljörðum króna.