Fjár­festar bíða spenntir eftir upp­gjöri ör­flögu­fram­leiðandans Nvidia sem birtist eftir lokun markaða vestan­hafs.

Greiningar­aðilar búast við tvö­földun tekna og af­komu á öðrum fjórðungi í saman­burði við annan árs­fjórðung í fyrra.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal munu tekjur fé­lagsins einnig gefa skýrt merki um eftir­spurn eftir gervi­greind þar sem ör­flögur fé­lagsins eru hvað mest notaðar í þróun gervi­greindar.

Hluta­bréfa­verð Nvidia hefur hækkað um 160% á árinu, þar af 10% síðast­liðinn mánuð en fjár­festar eru nú að kaupa og selja af­leiður í tengslum við gengi Nvidia

Fjár­festar bíða spenntir eftir upp­gjöri ör­flögu­fram­leiðandans Nvidia sem birtist eftir lokun markaða vestan­hafs.

Greiningar­aðilar búast við tvö­földun tekna og af­komu á öðrum fjórðungi í saman­burði við annan árs­fjórðung í fyrra.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal munu tekjur fé­lagsins einnig gefa skýrt merki um eftir­spurn eftir gervi­greind þar sem ör­flögur fé­lagsins eru hvað mest notaðar í þróun gervi­greindar.

Hluta­bréfa­verð Nvidia hefur hækkað um 160% á árinu, þar af 10% síðast­liðinn mánuð en fjár­festar eru nú að kaupa og selja af­leiður í tengslum við gengi Nvidia

Velta með val­réttar­samninga með bréf í Kaup­höllinni í New York hefur verið gríðar­lega mikil síðustu daga en sam­kvæmt WSJ eru sumir fjár­festar að veðja stórt.

Dæmi eru um val­réttar­samninga um kaup­rétt í kringum 140 dali á hlut en gengi Nvidia stendur í 125 dölum þegar þetta er skrifað.

Gengi Nvidia lækkaði í júlí­mánuði og segir WSJ að al­mennir fjár­festar hafi á­kveðið að kaupa bréf í kjöl­farið.

Velta al­mennra fjár­festa með bréf Nvidia náði yfir 7,4 milljarða Banda­ríkja­dali 1. ágúst sem er þriðja mesta velta al­mennra fjár­festa á einum degi frá því að Nas­daq byrjaði að taka gögnin saman árið 2016.

Gengi Nvidia lækkaði um 6,7% 1. ágúst sem var versti við­skipta­dagur ársins fyrir gengi Nvidia.

Sam­kvæmt WSJ er al­mennt spáð að gengi Nvidia muni hækka um 11% frá upp­gjöri og til lokunar markaða á föstu­daginn.