Pétur J. Eiríksson deilir innsýn sinni í það sem gerðist að tjaldabaki á 28 ára ferli, fram til ársins 2010, hjá Flugleiðum, FL Group og Icelandair Group í bókinni „Flug í ókyrru lofti“. Í Viðskiptablaði vikunnar eru birtir kaflar í bókinni.
Í eftirfarandi bókarkafla er farið yfir breytingarnar og baráttu félagið breyttist er móðurfélaginu Flugleiðum var breytt í FL Group árið 2005 og skammlífa forstjóratíð Ragnhildar Geirsdóttir undir stjórnarformennsku Hannesar Smárasonar.
Átök Ragnhildar og Hannesar
Strax eftir hádegi 7. september [innsk. árið 2005] , viku eftir stjórnarfundinn í FL Group, hringdi síminn. Ég sá að þetta var Ragnhildur [innsk. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group] og svaraði. Ég fann á fyrstu kveðju að henni leið ekki vel.
„Ég ætlaði að láta þig vita að Hannes [innsk. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group] hefur ákveðið að Asíuverkefnið fari til Bláfugls.“ Ég hváði og hún endurtók. Þegar ég hafði náð skilaboðunum sagði ég hvasst að svona léti ég ekki segja mér í gegnum síma, það væri eðlilegra að gera það augliti til auglitis. Ragnhildur sagði mér að koma. Á leiðinni velti ég fyrir mér hvað gæti vakað fyrir Hannesi og hverslags aulaháttur þetta væri hjá forstjóranum að gefa þetta eftir.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði