Eggert Þór Kristófersson hefur starfað hjá N1 og Festi í rúman áratug en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um herma heimildir þess að honum hafi verið sagt upp í síðustu viku. Um mitt ár 2011 var hann ráðinn fjármálastjóri N1 en áður hafði hann meðal annars starfað hjá Sjávarsýn, Íslandsbanka og Glitni. Í lok febrúar 2015 tók hann við sem forstjóri N1 þegar Eggert Benedikt Guðmundsson hætti.
Þegar Eggert Þór tók við var markaðsvirði N1 um 18 milljarðar króna. Hann leiddi félagið í gegnum kaupin á Festi fyrir fjórum árum en Festi var á þeim tíma næststærsta smásölufélag landsins og rak meðal annars Krónuna og Elko. Í kjölfarið á kaupunum árið 2018 var nafni N1 breytt í Festi, sem nú er móðurfélag N1, Krónunnar, Elko og fleiri félaga.
Ólíkar tilkynningar
Á síðasta ári hagnaðist Festi um 5 milljarða króna og dótturfélögin; Krónan, N1 og Elko skiluðu öll sinni bestu afkomu frá upphafi. Þá var fasteignasafn Festi fært upp um 2 milljarða og félagið greiddi hluthöfum sínum 1,6 milljarða í arð. Markaðsvirði Festi er um 66 milljarðar í dag. Við þetta má bæta að fyrir mánuði síðan birti Festi árshlutauppgjör, þar sem EBITDA-spá félagsins fyrir árið var m.a. hækkuð.
Þegar N1 sendi tilkynningu til Kauphallarinnar vegna forstjóraskiptanna fyrir sjö árum, 25. febrúar 2015, var greint frá því að Eggert Benedikt myndi hætta strax og Eggert Þór taka við. Í tilkynningunni, sem send var til Kauphallarinnar í síðustu viku, kom fram að Eggert Þór myndi ekki hætta fyrr en eftir 31. júlí, sem bendir til þess að hann hafi ekki verið á þeim buxunum að hætta. Tímasetningin er áhugaverð þegar haft er í huga að árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs Festi verður fjórum dögum áður en Eggert Þór hættir störfum.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.
Eggert Þór Kristófersson hefur starfað hjá N1 og Festi í rúman áratug en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um herma heimildir þess að honum hafi verið sagt upp í síðustu viku. Um mitt ár 2011 var hann ráðinn fjármálastjóri N1 en áður hafði hann meðal annars starfað hjá Sjávarsýn, Íslandsbanka og Glitni. Í lok febrúar 2015 tók hann við sem forstjóri N1 þegar Eggert Benedikt Guðmundsson hætti.
Þegar Eggert Þór tók við var markaðsvirði N1 um 18 milljarðar króna. Hann leiddi félagið í gegnum kaupin á Festi fyrir fjórum árum en Festi var á þeim tíma næststærsta smásölufélag landsins og rak meðal annars Krónuna og Elko. Í kjölfarið á kaupunum árið 2018 var nafni N1 breytt í Festi, sem nú er móðurfélag N1, Krónunnar, Elko og fleiri félaga.
Ólíkar tilkynningar
Á síðasta ári hagnaðist Festi um 5 milljarða króna og dótturfélögin; Krónan, N1 og Elko skiluðu öll sinni bestu afkomu frá upphafi. Þá var fasteignasafn Festi fært upp um 2 milljarða og félagið greiddi hluthöfum sínum 1,6 milljarða í arð. Markaðsvirði Festi er um 66 milljarðar í dag. Við þetta má bæta að fyrir mánuði síðan birti Festi árshlutauppgjör, þar sem EBITDA-spá félagsins fyrir árið var m.a. hækkuð.
Þegar N1 sendi tilkynningu til Kauphallarinnar vegna forstjóraskiptanna fyrir sjö árum, 25. febrúar 2015, var greint frá því að Eggert Benedikt myndi hætta strax og Eggert Þór taka við. Í tilkynningunni, sem send var til Kauphallarinnar í síðustu viku, kom fram að Eggert Þór myndi ekki hætta fyrr en eftir 31. júlí, sem bendir til þess að hann hafi ekki verið á þeim buxunum að hætta. Tímasetningin er áhugaverð þegar haft er í huga að árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs Festi verður fjórum dögum áður en Eggert Þór hættir störfum.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.