Eignarhaldsfélagið Novo Holdings, sem á ráðandi hlut í Novo Nordisk, hefur keypt norska tæknifyrirtækið Stingray Marine Solutions sem hefur þróað tækni til að eyða laxalús.
Samkvæmt Børsen hefur kaupverðið ekki verið gefið upp en Novo Holdings hefur verið að stækka eignarsafn sitt til muna á meðan félagið stórgræðir á hlut sínum í danska lyfjafyrirtækinu. Eignarhaldsfélagið á um 28% hlut í Novo Nordisk en fer með um 77% allra atkvæðisbærra hluta.
Stingray Marine Solutions hefur þróað tækni sem eyðir laxalús með leysigeisla í laxeldum. Samkvæmt félaginu er þetta mun mannúðlegri aðferð til að eyða lúsinni en hingað til hafa framleiðendur verið að eyða lúsinni með höndunum.
Stingray Marine Solutions hefur þróað tækni sem eyðir laxalús með leysigeisla í laxeldum. Samkvæmt félaginu er þetta mun mannúðlegri aðferð til að eyða lúsinni en hingað til hafa framleiðendur verið að eyða lúsinni með höndunum.
„Sjólúsin sest á hreistur laxanna og er ein stærsta ógn við þeirra heilsu,“ segir í tilkynningu frá Novo.
Samkvæmt Novo Holdings tapa laxeldi um 37,5 til 45 milljörðum danskra króna á hverju ári vegna lúsafaraldurs, sem er á bilinu 740 til 900 milljörðum íslenskra króna.

Cynthia Kueppers, fjárfestingastjóri grænna fjárfestinga hjá Novo Holdings, segir félagið sjá mikil tækifæri í tækninni frá Singray.
„Lúsin er gríðarlega stórt vandamál fyrir laxeldisiðnaðinn,“ segir Kueppers.
Novo Holdings réðst í stærstu yfirtöku í sögu Danmerkur í byrjun árs er félagið keypti lyfjarisann Catalent á 114 milljarða danskra króna.
Kaupverðið samsvarar um 2.277 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins en félagið greiddi fyrir kaupin að fullu með reiðufé.