Skemmtistaðurinn Kíkí Queer Bar að Laugavegi 22, er kominn með nýja eigendur. Þetta kemur fram í viðtali miðilsins GayIceland við Margréti Erlu Maack sem verður „partner“ skemmtistaðarins.

Veitingamaðurinn Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, fer fyrir nýjum eigendahópi Kíkí en hann kom að stofnun skemmtistaðarins fyrir rúmum áratugi síðan. Hann er einnig einn af aðaleigendum Bravó, vinsælum bar við hliðina á Kíkí.

Skemmtistaðurinn Kíkí Queer Bar að Laugavegi 22, er kominn með nýja eigendur. Þetta kemur fram í viðtali miðilsins GayIceland við Margréti Erlu Maack sem verður „partner“ skemmtistaðarins.

Veitingamaðurinn Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, fer fyrir nýjum eigendahópi Kíkí en hann kom að stofnun skemmtistaðarins fyrir rúmum áratugi síðan. Hann er einnig einn af aðaleigendum Bravó, vinsælum bar við hliðina á Kíkí.

Kíkí hefur verið í eigu Uptown ehf., félags Þóris Jóhannssonar, frá árinu 2014. Þórir hefur um árabil verið tengdur veitingarekstri með einum eða öðrum hætti - m.a. á Sólon Bistro, Matbar á Hverfisgötu, Dragon Dim Sum, Kiki QB, Menam á Selfossi, Risinu í Mathöllinni á Selfossi og fleiri stöðum.

Margrét Erla segir að skemmtistaðurinn verði áfram rekinn undir sama nafni. Ráðist var í smá andlitslyftingu á síðustu dögum og var staðnum því lokað síðustu helgi. Kíkí opnar aftur á morgun.