Nýir eig­endur hafa tekið við rekstri Mela­búðarinnar við Haga­mel í Vestur­bæ Reykja­víkur.

Sam­kvæmt til­kynningu frá versluninni og nýjum eigendum hverfa bræðurnir Pétur og Snorri Guð­munds­synir úr eig­enda­hópnum en þeir af­henda keflið hópi fólks sem ætlar sér að við­halda og rækta þá per­sónu­legu þjónustu og sér­stöðu sem Mela­búðin er þekkt fyrir sem sæl­kera­verslun.

Bræðurnir verða nýjum eig­endum til halds og trausts næstu misseri og mun Inga Hrönn Georgs­dóttir, sem hefur verið verslunar­stjóri undan­farin ár, taka al­farið við dag­legri stjórn verslunarinnar.

Nýir eig­endur hafa tekið við rekstri Mela­búðarinnar við Haga­mel í Vestur­bæ Reykja­víkur.

Sam­kvæmt til­kynningu frá versluninni og nýjum eigendum hverfa bræðurnir Pétur og Snorri Guð­munds­synir úr eig­enda­hópnum en þeir af­henda keflið hópi fólks sem ætlar sér að við­halda og rækta þá per­sónu­legu þjónustu og sér­stöðu sem Mela­búðin er þekkt fyrir sem sæl­kera­verslun.

Bræðurnir verða nýjum eig­endum til halds og trausts næstu misseri og mun Inga Hrönn Georgs­dóttir, sem hefur verið verslunar­stjóri undan­farin ár, taka al­farið við dag­legri stjórn verslunarinnar.

„Við í Mela­búðinni munum halda á­fram því góða starfi sem unnið hefur verið að undir for­ystu Péturs og Snorra með á­herslu á þjónustu, gæði og breitt vöru­úr­val, sér­stak­lega með sæl­kera­vörur. Rekstur Mela­búðarinnar verður því með ó­breyttu sniði,“ segir Inga Hrönn Georgs­dóttir, verslunar­stjóri Mela­búðarinnar.

Mela­búðin er rót­gróin hverfis­verslun sem hefur þjónu­stað við­skipta­vini frá árinu 1956. Verslunin var lengst af í eigu sömu fjöl­skyldunnar. Guð­mundur Júlíus­son og Katrín Briem, for­eldrar frá­farandi eig­enda, tóku við rekstrinum árið 1979 og búðin hefur verið í fjöl­skyldunni síðan. Frá­farandi eig­endur eru Pétur Alan og Snorri Guð­munds­synir.

Pétur Alan Guð­munds­son, sem hefur verið í for­svari fyrir Mela­búðina lengi, segir Mela­búðina vera á­kveðinn mið­punkt í Vestur­bænum, þangað sem fólk í hverfinu og fjöl­margir víða að af höfuð­borgar­svæðinu leita vegna við­móts starfs­fólks og ein­staks vöru­úr­vals.

Við­skipta­vinirnir sjálfir og yndis­legt starfs­fólk, sem hafi fylgt þeim í gegnum árin, skapi þessa stemningu og upp­lifun þeirra sem þar versla.

„Okkar á­hersla hefur alltaf verið að Mela­búðin sé verslun sæl­kerans, með einu breiðasta úr­vali vöru sem finnst í mat­vöru­verslun á Ís­landi, fram­úr­skarandi þjónustu við við­skipta­vininn og að ó­gleymdu kjöt­borðinu sem er stoltið okkar. Kjöt­borðið okkar er eitt fárra sem selur enn þá í lausvigt. Við höfum líka alltaf tekið vel á móti nýjum ís­lenskum fram­leið­endum og heild­sölum sem kynna nýjar vörur og það hafa að sjálf­sögðu sæl­kerarnir okkar, við­skipta­vinirnir, kunnað að meta,” segir Pétur.

„Við höfum byggt upp að okkar mati góða þjónustu og tryggan rekstur og við erum á­nægðir með okkar ára­tuga fram­lag til við­skipta­vina. En allt hefur sinn tíma. Pétur er búinn að standa í stafninum í rúm­lega 30 ár og við erum ekki að yngjast. Við erum þess full­vissir að flotta starfs­fólkið okkar sem við nú kveðjum og nýir eig­endur, með Ingu verslunar­stjórann okkar í brúnni, haldi á­fram á sömu braut. Nú njótum við þess bara að vera hinum megin við borðið, enda búum við báðir á Melunum,“ segir Snorri Guð­munds­son.

Nýir eig­endur eru Anna Jóns­dóttir, Bjarki Már Baxter, Pétur Árni Jóns­son og Þor­steinn Rafn John­sen.

Mela­búðin var fyrsta sjálfa­f­greiðslu­verslunin á landinu en áður keypti fólk inn mat í sér­verslunum yfir búðar­borðið. Sjálfs­af­greiðsla var þá nýtt fyrir­bæri og var gefinn út bæklingur sem sýndi hvernig fólk týndi saman vörurnar sjálft. Gerð var heimildar­mynd ný­lega um Mela­búðina sem sjá má hér að neðan.