Tankurinn ehf., eigandi TGI Fridays veitingastaðarins í Smáralind, tók við eignarhaldi Grillhússins ehf. um miðjan apríl sl. Eigendur Tanksins eru Jóhannes Birgir Skúlason og Helgi Magnús Hermannsson. Greint er frá viðskiptunum í fréttatilkynninu þar sem segir að rekstur Grillhússins ehf. verði fyrst um sinn óbreyttur og á sömu kennitölu og áður.

Þá segir að Jóhannes og Helgi verði nýir stjórnendur veitingastaða Grillhússins á Sprengisandi og Laugavegi 96. Grillhúsið hefur að auki rekið veitingastað í Borgarnesi um nokkurra ára skeið en samkvæmt frétt Vísis festi hópur fjárfesta undir forystu Örvars Bessasonar kaup á Grillhúsinu í Borgarnesi.

Tankurinn ehf., eigandi TGI Fridays veitingastaðarins í Smáralind, tók við eignarhaldi Grillhússins ehf. um miðjan apríl sl. Eigendur Tanksins eru Jóhannes Birgir Skúlason og Helgi Magnús Hermannsson. Greint er frá viðskiptunum í fréttatilkynninu þar sem segir að rekstur Grillhússins ehf. verði fyrst um sinn óbreyttur og á sömu kennitölu og áður.

Þá segir að Jóhannes og Helgi verði nýir stjórnendur veitingastaða Grillhússins á Sprengisandi og Laugavegi 96. Grillhúsið hefur að auki rekið veitingastað í Borgarnesi um nokkurra ára skeið en samkvæmt frétt Vísis festi hópur fjárfesta undir forystu Örvars Bessasonar kaup á Grillhúsinu í Borgarnesi.

Í byrjun árs greindi Viðskiptablaðið frá því að veitingastaðir Grillhússins á Laugavegi, Sprengisandi í Reykjavík og í Borgarnesi hafa verið auglýstir til sölu. Ásett verð var 110 milljónir króna. Tekið var fram að til sölu væru tæki og búnaður, ásamt yfirtöku leigusamninga á einstökum stöðum eða öllu stöðunum sem heild.

Grillhúsið ehf. var í jafnri eigu Þórðar Bachmann og Hafsteins Hasler og velti 760 milljónum króna árið 2022, sem var 50% aukning frá árinu 2021 þegar veltan nam 505 milljónum. Taprekstur var hjá Grillhúsinu árunum 2019-2022, en þar á undan hafði félagið skilað hagnaði sjö ár í röð.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 115 milljónir í árslok 2022. Skuldir námu 150 milljónum, þar af voru 47 milljónir í langtímaskuldir, og eigið fé var neikvætt um 35 milljónir.