Solo Invest, félag í eigu Arnar Þorsteinssonar, hagnaðist um 807 milljónir á árinu 2021 samanborið við 365 milljónir árið 2020. Í nýbirtum ársreikningi kemur fram að félagið hafi greitt út arð að fjárhæð 65 milljónir á síðasta ári.
Eignir voru bókfærðar á 1,6 milljarða en félagið er nær skuldlaust. Markaðsverð eignarhlutar í verðbréfasjóðum var tæplega 1,4 milljarðar í lok síðasta árs. Eigið fé hækkaði úr 839 milljónum í 1.582 milljónir á milli ára. Solo Invest á 44,6% hlut í Akta sjóðum en Örn er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.