Ægir Invest, félag Gísla Haukssonar, hagnaðist um samtals 813 milljónir króna á árunum 2018-2021 en félagið skilaði nýlega inn ársreikningum aftur til ársins 2018.

Ægir Invest hagnaðist um 146 milljónir árið 2021 og 229 milljónir árið 2020, sem má að stærstum hluta rekja til hagnaðar af hlutabréfum.

Eignir félagsins, sem er nær skuldlaust, voru bókfærðar á 895 milljónir í árslok 2021. Ægir Invest á m.a. 25% hlut í fasteignafélaginu Karli mikla sem var bókfærður á 141 milljón og 50% hlut í Skipan ehf. að andvirði 38 milljónir. Þá á félagið listmuni sem eru metnir á 118 milljónir.

Ægir Invest greiddi út samtals 135 milljónir í arð á árunum 2019-2021. Gísli Hauksson er annar stofnenda fjárfestingarfélagsins Gamma Capital Management og var forstjóri þess á árunum 2008-2018.

Ægir Invest / Lykiltölur í m.kr.

2021 2020
Eignir 895,2 849,4
Eigið fé 888,7 758,4
Arður 36 45
Hagnaður 145,9 233,2

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út á fimmtudaginn, 9. febrúar 2023.