Hlaðvarpsheimurinn hefur farið ört vaxandi síðastliðin ár hér á landi en mörg íslensk hlaðvörp hafa sprottið upp á síðustu misserum. Mörg þeirra bjóða upp á áskriftarleiðir fyrir hlustendum en áskriftarmöguleikarnir eru misjafnir eftir hverju og einu hlaðvarpi. Sumir setja ákveðna þætti á netið en taka svo upp sérstaka þætti fyrir áskrifendur en aðrir bjóða aðeins upp á hluta af hverjum þætti hlustendum að kostnaðarlausu en lengri útgáfu af þáttunum fyrir áskrifendur.

Patreon er vettvangur fyrir ýmiss konar efnisgerð og hafa íslenskri hlaðvarpsþættir nýtt vettvanginn til að halda utan um áskriftir að hlaðvörpum sínum. Þá er áskrifendum boðið að greiða grunnáskriftargjald en einnig er boðið að velja dýrari leið sem felur í sér styrk til hlaðvarpsins. Patreon tekur svo 5-12% þóknun af tekjum hlaðvarpsins.

Af þeim íslensku hlaðvörpum sem bjóða upp á áskrift í gegnum Patreon trónir hlaðvarpsþátturinn Eigin konur á tekjutoppnum en gera má ráð fyrir að áskriftartekjur hlaðvarpsins nemi tæpri 1,8 milljón króna miðað við grunnáskriftargjaldið, sem er 1.350. Þá hafa önnur íslensk hlaðvörp nýtt sér Patreon eins og sagnfræðihlaðvarpið Draugar fortíðarinnar, Pitturinn og Skoðanabræður.

Vert er þó að hafa í huga að tekjur íslenskra hlaðvarpa séu töluvert hærri en áskriftartekjur gefa til kynna en samkvæmt samtölum Viðskiptablaðsins við aðila kunnuga hlaðvarpsþáttargerð eru auglýsingar enn megin tekjulind hlaðvarpsþátta.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.