Safn eiginhandaráritana frá nokkrum af þekktustu persónum 20. aldarinnar seldist nýlega fyrir næstum 14 milljónir króna á uppboði.

Þar á meðal var undirritaður seðill af Mao Zedong, áritun frá Bob Marley, Nelson Mandela og undirskriftir frá öllum fjórum meðlimum Bítlanna.

Safn eiginhandaráritana frá nokkrum af þekktustu persónum 20. aldarinnar seldist nýlega fyrir næstum 14 milljónir króna á uppboði.

Þar á meðal var undirritaður seðill af Mao Zedong, áritun frá Bob Marley, Nelson Mandela og undirskriftir frá öllum fjórum meðlimum Bítlanna.

Dýrasta áritunin var undirskriftin frá fyrrum leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins en hún seldist á rúmar fjórar milljónir króna. Þar á eftir var árituð ljóðbók eftir Jim Morrison, stofnanda hljómsveitarinnar The Doors en hún fór á eina milljón króna.

Áritað kort frá John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr var selt á 976 þúsund krónur.

Safnið var í eigu þýsks safnara sem hafði byrjað að kaupa og safna eiginhandaráritunum á níunda áratugnum. Peter Mason hjá uppboðshúsinu Dawsons í Maidenhead í Birkshire segir að allur ágóðinn muni fara til góðgerðarmála í heimalandi safnarans.