Fram ehf., sem er móður­fé­lag ÍV fjár­festinga­fé­lags sem á um 49,1% hlut í Ís­fé­laginu, hagnaðist um rúma 22 milljarða í fyrra.

Fé­lagið er í eigu Guð­bjargar Matthías­dóttur og fjöl­skyldu hennar en ÍV fjár­festinga­fé­lag er jafn­framt stærsti hlut­hafi Ís­fé­lagsins. Samkvæmt ársreikningi verður ekki greiddur út arður úr fé­laginu á árinu en eignar­hlutur fé­lagsins í Ís­fé­laginu er upp­færður á markaðs­virði sem skýrir hagnaðinn í fyrra.

Fram ehf., sem er móður­fé­lag ÍV fjár­festinga­fé­lags sem á um 49,1% hlut í Ís­fé­laginu, hagnaðist um rúma 22 milljarða í fyrra.

Fé­lagið er í eigu Guð­bjargar Matthías­dóttur og fjöl­skyldu hennar en ÍV fjár­festinga­fé­lag er jafn­framt stærsti hlut­hafi Ís­fé­lagsins. Samkvæmt ársreikningi verður ekki greiddur út arður úr fé­laginu á árinu en eignar­hlutur fé­lagsins í Ís­fé­laginu er upp­færður á markaðs­virði sem skýrir hagnaðinn í fyrra.

Sam­kvæmt árs­reikningi voru eignir fé­lagsins í árs­lok rúmir 48 milljarðar og eigin­fjár­hlut­fall var 99,6%. Eigið fé fé­lagsins í árs­lok sam­kvæmt efna­hags­reikningi var 48 milljarðar einnig.

Nær allan hagnað fé­lagsins má rekja til dóttur­fé­laga Fram ehf., ÍV fjár­festinga­fé­lags og Hlyns A ehf.

Ís­fé­lag hf. var dóttur­fé­lag Fram árið 2022 þegar sam­stæðan átti 89% hlut í því en sem kunnugt er var Ís­fé­lagið skráð á markað í fyrra.

Í árs­reikningi segir að eftir sam­einingu Ramma hf. við Ís­fé­lag hf. og sölu hluta­bréfa í fé­laginu í hluta­fjár­út­boði við skráningu Ís­fé­lags hf. í kaup­höll sé eignar­hluturinn orðinn minni en 50% og á því fé­lagið ekki lengur ráðandi hlut í Ís­fé­laginu,

Af þeim sökum er Ís­fé­lagið ekki lengur skil­greint sem dóttur­fé­lag í árs­reikningum þar sem það er ekki lengur hluti af sam­stæðu Fram heldur er það hlut­deildar­fé­lag.

Hand­bært fé Fram ehf. í árs­lok nam rúmum 10 milljörðum króna. Þá á fé­lagið einnig hluti í AC eignar­haldi og Hamp­iðjunni.