Bjarni Kristján Þorvarðarson, stjórnarformaður Eikar, fagnar því að Reginn hafi ákveðið að afturkalla valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar.
Yfirtökutilboðið hefur lögum samkvæmt sett starfsemi félagsins miklar skorður en mikill dráttur hefur verið á öllu ferlinu m. a. vegna ítarlegrar skoðunar Samkeppniseftirlitsins.
Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun hefur stjórn Regins óskað eftir heimild FME um að falla frá yfirtökutilboði í Eik eftir að hafa fundað með stærsta hluthafa síðarnefnda félagsins, Brimgörðum.
Á grundvelli þeirra fundar var það heildstætt mat Regins að skilyrði tilboðsins um að handhafar að lágmarki 75% atkvæðaréttar Eikar samþykki tilboðið myndi ekki nást áður en gildistími tilboðsins rynni út þann 21. maí næstkomandi.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði