Hlutabréfaverð Eimskips hækkaði um rúm 3% í viðskiptum dagsins en gengi gámaflutningafélagsins hefur nú hækkað um 7% síðastliðinn mánuð.
Eimskip lækkaði afkomuspá sína fyrir árið í aprílmánuði úr 21 milljón evra í um 13-15 milljónir evra. Gengi félagsins hefur lækkað um tæp 19% á árinu.
Hlutabréfaverð Icelandair og tók einnig örlítið við sér í viðskiptum dagsins er gengi flugfélagsins hækkaði um 2%. Dagslokagengi Icelandair var 0,87 krónur.
Ísfélagið hækkaði um rúmt 1% þriðja viðskiptadaginn í röð og var dagslokagengi félagsins 158 krónur.
Alvotech leiddi lækkanir á markaði er gengi líftæknilyfjafélagsins fór niður um 4% og lokaði í 1500 krónum.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,42% og var heildarvelta á markaði 2,9 milljarðar.