Árið 2020 fékk Shardul Shah, einn af stjórn­endum Index Ventures, af­drifaríkt sím­tal.

Assaf Rappa­port, ís­raelskur frum­kvöðull í netöryggis­geiranum, sem Shah hafði hvatt árum saman til að stofna fyrir­tæki, til­kynnti honum að rétti tíminn væri kominn.

Index Ventures lagði 3,5 milljónir dala í stofn­fé fyrir­tækisins, sem þá var enn án nafns og skýrrar stefnu.

Fimm árum síðar hefur þessi fjár­festing vægast sagt marg­faldast í verðmæti.

Goog­le, dóttur­fyrir­tæki Alp­habet, til­kynnti í vikunni um kaup á Wiz fyrir 32 milljarða dala.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur upp­haf­leg fjár­festing Index Ventures því 250 faldast og skilar félaginu 875 milljónum dala.

Auk þess hafði sjóðurinn bætt við frekari fjár­festingum í Wiz í gegnum árin og var orðinn stærsti utan­aðkomandi hlut­hafi með 13% hlut í félaginu. Sam­tals hefur Index Ventures um­breytt 245 milljónum dala í 4,3 milljarða dala.

Óvenju­legur árangur á erfiðum markaði

Árangur sem þessi var al­gengari á blóma­skeiði áhættu­fjár­festinga í Silicon Vall­ey.

Nú til dags er út­lit fyrir frumút­boð fremur dapurt, með fyrir­tæki á borð við Stri­pe og SpaceX sem velja að halda sig áfram á einka­markaði í stað þess að fara á hluta­bréfa­markað.

Sam­hliða hefur aukin aðhald­semi eftir­lit­saðila gert stór kaup erfiðari og er enn óvíst hvort kaupin á Wiz hljóti samþykki stjórn­valda í Bandaríkjunum.

Rappa­port og með­stofn­endur hans stofnuðu Wiz með áherslu á netöryggi og þróuðu hug­búnað sem skannar og greinir öryggisáhættu í skýjaþjónustum eins og Micros­oft Azure og Amazon Web Services.

Fyrir­tækið laðaði að stór­við­skipta­vini á borð við Barcla­ys-banka og mat­vælarisann Mars. Árið 2022 lýsti Rappa­port því yfir að Wiz væri hraðast vaxandi hug­búnaðar­fyrir­tæki heims.

Stórtæk fjár­festing Index Ventures borgaði sig

Fyrstu fjár­festingar Index Ventures í Wiz námu 3,1 milljarði dala að virði, en 200 milljónir dala sem sjóðurinn lagði síðar í fyrir­tækið skiluðu þó minni ávöxtun.

Þetta stað­festir að mesta gróða­vonin í áhættu­fjár­festingum liggur oft í fyrstu stigum sprota­fyrir­tækja.

Árangur Index Ventures í Wiz-sölunni er þó ekki sá mesti í sögu áhættu­fjár­festinga.

Til saman­burðar hefur Bench­mark Capi­tal hagnast gríðar­lega á 9 milljóna dala fjár­festingu sinni í Uber, og Andrees­sen Hor­owitz með snemm­fjár­festingu í Coin­ba­se.

Hins vegar er árangur Index Ventures með Wiz merki­legur fyrir hraðann – aðeins fimm ár frá upp­haf­legri fjár­festingu til einnar stærstu út­gáfu á áhættu­fjár­mögnuðu fyrir­tæki sögunnar.

Ef kaupin á Wiz hljóta grænt ljós frá eftir­lits­stofnunum gætu þau skapað for­dæmi fyrir fleiri stórar út­göngur í áhættu­fjár­festingum, sem mörg fyrir­tæki og fjár­festar hafa beðið eftir á síðustu árum.