Samkeppniseftirlitið hefur greitt um 120 milljónir af ráðstöfunarfé sínu til lögmannsstofunnar Lagastoðar frá og með árinu 2022, samkvæmt opnum reikningum ríkisins.
Um er að ræða töluverða aukningu frá fyrri árum ef marka má svör ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins frá árinu 2019 um aðkeypta þjónustu og ráðgjöf Samkeppniseftirlitsins á tímabilinu 2010 til 2018.
Það verður þó að setja varnagla á þær tölur þar sem þær eru ekki í samræmi við þær upphæðir sem finna má í opnum reikningum.
Samkvæmt svörum ráðuneytisins á vef Alþingis fékk Lagastoð einungis greiddar 4.892.420 krónur fyrir vinnu vegna stjórnsýslumáls árið 2018. Opnir reikningar ríkisins ná einungis aftur til mars 2018 en frá marsmánuði og til ársloka greiddi Samkeppniseftirlitið um 20 milljónir króna til Lagastoðar.
Þrír reikningar frá Lagastoð árið 2018 sem voru greiddir, 15. júní, 26. september og 10. október, voru fyrir meira en 3,5 milljónir króna hver.
Viðskiptablaðið óskaði eftir upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu um heildargreiðslur stofnunarinnar fyrir aðkeypta þjónustu frá lögmannsstofum á tímabilinu 2017 til 2024 fyrst í maí en fékk engin svör.
Fyrirspurnin var ítrekuð aftur í júní þar sem hún var einnig send á Ásgeir Einarsson, aðstoðarforstjóra Samkeppniseftirlitsins, í von um svör eða að hún myndi rata á réttan stað. Engin svör bárust frá embættinu.
Á mánudaginn sendi Viðskiptablaðið einnig fyrirspurn á Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, þar sem var óskað eftir upplýsingum um hversu oft embættið hefur þurft að taka til varna fyrir dómstólum og hversu oft embættið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðum dómstóla eða skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Engin svör hafa borist.
Samkvæmt þeim gögnum sem finna má í opnum reikningum og svörum ráðuneyta við fyrirspurnum þingmanna má hins vegar sjá að lögfræðikostnaðurinn hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.
Á síðustu árum hefur eftirlitið þurft að taka til varna í mörgum málum en embættið hefur einnig ákveðið að una ekki niðurstöðum dómstóla og ítrekað nýtt sér málskotsheimild sína til að kæra mál áfram upp dómstigin með ti. Stundum oftar en einu sinni gegn sama fyrirtækinu.
Á síðustu árum hefur eftirlitið þurft að taka til varna í mörgum málum en embættið hefur einnig ákveðið að una ekki niðurstöðum dómstóla og ítrekað nýtt sér málskotsheimild sína til að kæra mál áfram upp dómstigin með tilheyrandi kostnaði. Stundum oftar en einu sinni gegn sama fyrirtækinu.
Áskrifendur geta lesið ítarlega umfjöllun Viðskiptablaðsins um hversu mikið af ráðstöfunarfé Samkeppniseftirlitsins hefur runnið til Lagastoðar hér.