Sam­keppnis­eftir­litið hefur greitt um 120 milljónir af ráð­stöfunar­fé sínu til lög­manns­stofunnar Laga­stoðar frá og með árinu 2022, sam­kvæmt opnum reikningum ríkisins.

Um er að ræða tölu­verða aukningu frá fyrri árum ef marka má svör ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráðu­neytisins frá árinu 2019 um að­keypta þjónustu og ráð­gjöf Sam­keppnis­eftir­litsins á tíma­bilinu 2010 til 2018.

Það verður þó að setja var­nagla á þær tölur þar sem þær eru ekki í sam­ræmi við þær upp­hæðir sem finna má í opnum reikningum.

Sam­kvæmt svörum ráðu­neytisins á vef Al­þingis fékk Laga­stoð einungis greiddar 4.892.420 krónur fyrir vinnu vegna stjórn­sýslu­máls árið 2018. Opnir reikningar ríkisins ná einungis aftur til mars 2018 en frá mars­mánuði og til árs­loka greiddi Sam­keppnis­eftir­litið um 20 milljónir króna til Laga­stoðar.

Þrír reikningar frá Laga­stoð árið 2018 sem voru greiddir, 15. júní, 26. septem­ber og 10. októ­ber, voru fyrir meira en 3,5 milljónir króna hver.

Við­skipta­blaðið óskaði eftir upp­lýsingum frá Sam­keppnis­eftir­litinu um heildar­greiðslur stofnunarinnar fyrir að­keypta þjónustu frá lög­manns­stofum á tíma­bilinu 2017 til 2024 fyrst í maí en fékk engin svör.

Fyrir­spurnin var í­trekuð aftur í júní þar sem hún var einnig send á Ás­geir Einars­son, að­stoðar­for­stjóra Sam­keppnis­eftir­litsins, í von um svör eða að hún myndi rata á réttan stað. Engin svör bárust frá em­bættinu.

Á mánu­daginn sendi Við­skipta­blaðið einnig fyrir­spurn á Pál Gunnar Páls­son, for­stjóra Sam­keppnis­eftir­litsins, þar sem var óskað eftir upp­lýsingum um hversu oft em­bættið hefur þurft að taka til varna fyrir dóm­stólum og hversu oft em­bættið hefur á­kveðið að á­frýja niður­stöðum dóm­stóla eða skjóta úr­skurðum á­frýjunar­nefndar sam­keppnis­mála til dóm­stóla. Engin svör hafa borist.

Sam­kvæmt þeim gögnum sem finna má í opnum reikningum og svörum ráðu­neyta við fyrir­spurnum þing­manna má hins vegar sjá að lög­fræði­kostnaðurinn hefur aukist gríðar­lega á síðustu árum.

Á síðustu árum hefur eftir­litið þurft að taka til varna í mörgum málum en em­bættið hefur einnig á­kveðið að una ekki niður­stöðum dóm­stóla og í­trekað nýtt sér mál­skots­heimild sína til að kæra mál áfram upp dómstigin með ti. Stundum oftar en einu sinni gegn sama fyrirtækinu.

Á síðustu árum hefur eftir­litið þurft að taka til varna í mörgum málum en em­bættið hefur einnig á­kveðið að una ekki niður­stöðum dóm­stóla og í­trekað nýtt sér mál­skots­heimild sína til að kæra mál áfram upp dómstigin með tilheyrandi kostnaði. Stundum oftar en einu sinni gegn sama fyrirtækinu.

Á­skrif­endur geta lesið ítar­lega um­fjöllun Við­skipta­blaðsins um hversu mikið af ráð­stöfunar­fé Sam­keppnis­eftir­litsins hefur runnið til Lagastoðar hér.