OpenAI, sem þróar spjallmennið ChatGPT, hefur tryggt sér 6,6 milljarða dala í nýrri fjármögnunarlotu. Gervigreindarfyrirtækið var metið á 150 milljarða dala í fjármögnuninni og er félagið.

OpenAI, sem þróar spjallmennið ChatGPT, hefur tryggt sér 6,6 milljarða dala í nýrri fjármögnunarlotu. Gervigreindarfyrirtækið var metið á 150 milljarða dala í fjármögnuninni og er félagið.

Örflöguframleiðandinn Nvidia, sem hafði þegar lagt OpenAI til um 13 milljarða dala, tók þátt í nýju fjármögnuninni. Apple hafði einnig átt í viðræðum um að fjárfesta í félaginu en endaði á að falla frá þeim áformum.

Vilja að fjárfestar haldi sér frá keppinautum

OpenAI bað þá fjárfesta sem tóku þátt í fjármögnunarlotunni að forðast að fjárfesta einnig í öðrum gervigreindarsprotum á sínu sviði, á borð við Anthropic og xAI, gervigreindarfyrirtæki sem Elon Musk leiðir.

Í umfjöllun Financial Times segir að sú ráðstöfun að sækjast eftir fjármögnunarsamkomulagi þar sem hluthafar einskorða sig við OpenAI, gæti aukið spennu milli félagsins og keppinauta þeirra, þá einkum Musk sem stefndi OpenAI fyrr á árinu.

Slíkt fyrirkomulag takmarkar tækifæri keppinauta OpenAI að sækja sér fjármagn og hefja þýðingarmikið samstarf við stórfyrirtæki.

Vísifjárfestar taka oft við viðkvæmum upplýsingum um fyrirtækin sem þeir fjárfesta í. Fjárfestar á þessu sviði mynda gjarnan náið samband við einn fyrirtæki í tilteknum geira. Hins vegar er sjaldgæft að fyrirtæki fari fram á að hluthafar fjárfesti ekki í öðrum fyrirtækjum.

Sumir stórir vísifjárfestar eiga það til að dreifa áhættu með því að fjárfesta í nokkrum fyrirtækjum í tilteknum geira. Sequoia Capital og Andreessen Horowitz hafa þannig fjárfest í nokkrum sprotafyrirtækjum á sviði gervigreindar, þar á meðal OpeanAI og xAI.