Einar Örn Ólafs­son, for­stjóri PLAY, hefur í dag tekið að sér að auki stöðu fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs fé­lagsins. Þetta kemur fram í kaup­hallar­til­kynningu frá Play en þar segir að ráð­stöfunin sé tíma­bundin þangað til nýr fjár­mála­stjóri hefur verið ráðinn.

Ólafur Þór Jóhannes­son, var fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Play en hann lét af störfum hjá flug­fé­laginu að eigin ósk í lok apríl.

Ólafur tók við stöðunni í byrjun nóvember 2022 af Þóru Eggerts­dóttur. Hann hafði áður starfað hjá Skel fjár­festingar­fé­lagi og for­vera þess frá árinu 2019, síðast sem for­stjóri.

Hluta­bréfa­verð Play hefur lækkað um 62% á árinu og stendur gengið í 2,94 krónum þegar þetta er skrifað.