Nýsköpunarfyrirtækið IceFloe hefur hannað lausn sem gerir bókanir ferðamanna ódýrari og einfaldari í uppsetningu en fyrirtækið hefur starfað í átta ár og boðið upp á vefsíðu sem er sérhönnuð fyrir ferðaþjónustu og tengingu við birgðakerfi Bókunar.
Fyrirtækið IceFloe er byggt á grunni Getlocal sem hannaði sérhæfða vefsíðu sem seldi dagsferðir til ferðamanna.
„Við fundum fljótlega fyrir því að sérstaða okkar lausnar nýttist öðrum og því byrjuðum við að bjóða ferðaþjónustufyrirtækjum upp á vefsíður til að hjálpa þeim að selja eigin ferðir á netinu. Þannig varð IceFloe veflausnin til,“ segir Finnur Magnússon, framkvæmdastjóri IceFloe.
Í tilkynningu segir að vefsíðulausn IceFloe sé heldur ekki kostnaðarsöm en aðeins er greitt um 1-3% þóknunargjald af hverri sölu.
„IceFloe veflausnin hefur leyst vanda fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja, allt frá stórum rútufyrirtækjum til fjölskyldufyrirtækja sem bjóða upp á skemmtilegar ferðir víðs vegar um Ísland“, segir Finnur.