Þórey Heiðarsdóttir og Björg Gunnarsdóttir settu í loftið stafræna markaðstorgið Munir fyrir nokkrum vikum síðan en þar getur fólk keypt og selt notaðar hönnunarvörur og aðra vandaða húsmuni.

Vefsíðan, minimunir.is, hefur að sögn stofnenda þegar fengið mjög góðar viðtökur en svipaðar vefsíður eru mjög vinsælar á Norðurlöndunum.

Þórey og Björg hafa bæði unnið saman í Epal og eru báðar með bakgrunn í hönnun. Björg sá meðal annars um heimasíðuna hjá Epal og höfðu þær lengi vel hugsað um að byrja með eigin netverslun.

„Fólk hefur aðallega verið að notast við Facebook fyrir svona viðskipti en það getur verið mikil óreiða í kringum það. Mörgum finnst líka mjög fráhrindandi að vinir þeirra séu að fá tilkynningar þegar verið er að selja eitthvað,“ segir Þórey.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.