Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, hefur skrifað undir reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur.

Reglugerðin kveður á um skráningu tiltekins atvinnurekstrar í miðlæga rafræna gátt í stað starfsleyfisskyldu. Er hún í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um rafræna stjórnsýslu með það að leiðarljósi að draga úr óþarfa stjórnsýslubyrði með því að bæta viðmót, einfalda aðgengi að stjórnsýslu og auka skilvirkni.

Reglugerðin nær yfir 47 atvinnugreinar, til að mynda bifreiða- og vélaverkstæði, meindýravarnir og hársnyrtistofur.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.