Kon­ráð S. Guð­jóns­son, efna­hags­ráð­gjafi ríkis­stjórnarinnar, segir um­ræðuna um hverjir kaupa í­búðir og hverjir ekki byggjast á mis­skilningi en eftir að­senda grein fram­kvæmda­stjóra Afl­vaka í Inn­herja um að í­búða­skortur hafi gert hús­næði að fjár­festinga­vöru hefur staða fjár­festa á hús­næðis­markaði verið milli tannanna á fólki.

Sigurður Stefáns­son, fram­kvæmda­stjóri Afl­vaka, bendir á í grein sinni að á allra síðustu árum hafi hlut­fall fólks sem kaupir fast­eign til eigin nota farið hríð­lækkandi.

Segir Sigurður að tæp­lega 90 prósent þeirra sem hafa keypt í­búðir sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs séu fjár­festar af ýmsum toga.

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, efna­hags­ráð­gjafi ríkis­stjórnarinnar, segir um­ræðuna um hverjir kaupa í­búðir og hverjir ekki byggjast á mis­skilningi en eftir að­senda grein fram­kvæmda­stjóra Afl­vaka í Inn­herja um að í­búða­skortur hafi gert hús­næði að fjár­festinga­vöru hefur staða fjár­festa á hús­næðis­markaði verið milli tannanna á fólki.

Sigurður Stefáns­son, fram­kvæmda­stjóri Afl­vaka, bendir á í grein sinni að á allra síðustu árum hafi hlut­fall fólks sem kaupir fast­eign til eigin nota farið hríð­lækkandi.

Segir Sigurður að tæp­lega 90 prósent þeirra sem hafa keypt í­búðir sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs séu fjár­festar af ýmsum toga.

Kon­ráð bendir á að hér þurfi að hafa í huga hlut­fall kaupa fjár­festa í í­búðum alls sem hlut­fall af nýjum í­búðum sem koma á markaðinn.

Grein Sigurðar fjallar um við­bótar­í­búðirnar en ekki hlut­fall af markaðinum í heild líkt og hefur verið í um­ræðunni.

„Dá­lítið skrítin um­ræða sem fór skyndi­lega af stað um hverjir kaupa í­búðir og hverjir ekki, sem virðist byggja á ein­hverjum mis­skilningi um að 90% af í­búðum séu keyptar af ó­skil­greindum fjár­festum. Ef það er túlkunin er það ein­fald­lega rangt,” skrifar Kon­ráð á sam­fé­lags­miðilinn X.

„Dá­lítið skrítin um­ræða sem fór skyndi­lega af stað um hverjir kaupa í­búðir og hverjir ekki, sem virðist byggja á ein­hverjum mis­skilningi um að 90% af í­búðum séu keyptar af ó­skil­greindum fjár­festum. Ef það er túlkunin er það ein­fald­lega rangt,” skrifar Kon­ráð á sam­fé­lags­miðilinn X.

En hann birtir mynd máli sínu til stuðnings.

Fjöldi útgefinna kaupsamninga.
Fjöldi útgefinna kaupsamninga.

„Sú á­lyktun virðist byggja á horfa á hlut­fall kaupa fjár­festa í í­búðum alls sem hlut­fall af nýjum í­búðum sem koma á markaðinn. Eins og myndin sýnir er yfir­gnæfandi meiri­hluti veltu ekki ný­byggingar. Gömlu og góðu eplin og appel­sínurnar,“ skrifar Kon­ráð.

Grindvíkingar lækka hlutfall fyrstu kaupenda

Kon­ráð segir að það megi auð­veld­lega sjá að á­lyktunin gengur ekki upp þegar hlut­fall fyrstu kaup­enda er til­tölu­lega stöðugt á bilinu 20-35%. „Þá áttu eftir að taka saman alla hina ein­stak­lingana sem eru að selja og kaupa nýja,“ skrifar Kon­ráð.

Hann bætir við að lokum að það verði að teljast lík­legt að ó­venju lágt hlut­fall fyrstu kaup­enda á árinu hingað til skýri a.m.k. að stóru af al­mennt aukinni veltu sem aftur skýrist af Grind­víkingum að finna sér nýtt heimili.