Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, telur umræðuna um hagnað fyrirtækja og útgreiðslur til hluthafa í þjóðfélagsumræðunni á köflum á villigötum. Jón fór yfir málið í bréfi til hluthafa Stoða í febrúar í tengslum við ársuppgjörs félagsins.

„Helst er fjallað um mikinn hagnað bankanna og stærstu smásölufyrirtækja landsins þrátt fyrir að arðsemi þeirra sé ekkert sérstaklega há og yfirleitt svipuð eða minni en tíðkast hjá sambærilegum félögum erlendis,“ segir Jón.

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, telur umræðuna um hagnað fyrirtækja og útgreiðslur til hluthafa í þjóðfélagsumræðunni á köflum á villigötum. Jón fór yfir málið í bréfi til hluthafa Stoða í febrúar í tengslum við ársuppgjörs félagsins.

„Helst er fjallað um mikinn hagnað bankanna og stærstu smásölufyrirtækja landsins þrátt fyrir að arðsemi þeirra sé ekkert sérstaklega há og yfirleitt svipuð eða minni en tíðkast hjá sambærilegum félögum erlendis,“ segir Jón.

Hann bendir á að með vaxtahækkunum að undanförnu hafi samkeppni um fjármagn aukist og fjárfestar horfi ávallt í hvar þeir ávaxti sitt fé best við val á fjárfestingakostum.

„Sama misskilnings virðist líka gæta hvað varðar útgreiðslu fjármuna til hluthafa en um er að ræða tilfærslu fjármagns frá fyrirtækjum sem ekki þurfa á þeim að halda yfir í ný verkefni eða önnur verkefni sem fjárfestar sjá tækifæri í.“

Þá bendir Jón á að lífeyrissjóðirnir eigi um helming flestra skráðra félaga hér á landi. Ávöxtun á eignum þeirra sé forsenda þess að lífeyrissjóðirnir geti greitt út lífeyri til landsmanna við starfslok.

Jón segir einnig kröfur stjórnvalda helstu ástæðu þess að vaxtamunur banka sé hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.

„Þetta er vissulega rétt en skýrist fyrst og fremst af þeirri einföldu staðreynd að eiginfjárkröfur til banka hér á landi eru mun hærri en í hinum löndunum. Það kostar nefnilega að gera meira og strangari kröfur og ég tel að margir átti sig ekki á því að þessi einfalda staðreynd hefur meiri áhrif á vaxtamuninn en nokkurt annað. Þar að auki eru íslensku bankarnir litlir í samanburði við aðra banka á Norðurlöndunum og njóta því ekki sömu stærðarhagkvæmni sem leiðir meðal annars til betri fjármögnunarkjara,“ segir hann.

Nánar er
fjallað um afkomu og fjárfestingar Stoða í Viðskiptablaðinu sem kom út 16. mars.