Nate Anderson, skortsali sem hefur valdið grætt milljónir bandaríkjadala á lækkandi markaðsvirði fyrirtækja eins og Nikola og Icahn Enterprises, hefur ákveðið að loka fyrirtæki sínu, Hindenburg Research.
Samkvæmt WSJ vísaði hann til álagsins sem fylgdi starfinu sem ástæðu ákvörðunar sinnar.
„Ég hef varið mestum hluta síðustu átta ára í bardaga eða í undirbúningi fyrir næsta bardaga,“ segir Anderson í viðtali við The Wall Street Journal.
Anderson sagði að honum og Hindenburg hafi tekist að ná markmiði sínu, sem var að sýna fram á að hægt væri að byggja upp viðskipti með því að leita að svikum og annmörkum á mörkuðum.
Hann hyggst deila úrræðum og þjálfunarefni á næstunni svo aðrir geti nýtt sér aðferðir Hindenburg í eigin rannsóknum.
Í samtali við WSJ segist Anderson hlakka til að tileinka sér áhugamál, ferðast og verja tíma með unnustu sinni og barni.
Þá bætti hann við að hann hafi aflað nægilegra fjármuna til að tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar til framtíðar. Anderson ætlar að fjárfesta í vísitölusjóðum og öðrum lítið krefjandi fjárfestingum.