Nate Ander­son, skort­sali sem hefur valdið grætt milljónir bandaríkja­dala á lækkandi markaðsvirði fyrir­tækja eins og Nikola og Ica­hn Enterprises, hefur ákveðið að loka fyrir­tæki sínu, Hinden­burg Research.

Sam­kvæmt WSJ vísaði hann til álagsins sem fylgdi starfinu sem ástæðu ákvörðunar sinnar.

„Ég hef varið mestum hluta síðustu átta ára í bar­daga eða í undir­búningi fyrir næsta bardaga,“ segir Anderson í viðtali við The Wall Street Journal.

Ander­son sagði að honum og Hinden­burg hafi tekist að ná mark­miði sínu, sem var að sýna fram á að hægt væri að byggja upp við­skipti með því að leita að svikum og ann­mörkum á mörkuðum.

Hann hyggst deila úrræðum og þjálfunar­efni á næstunni svo aðrir geti nýtt sér að­ferðir Hinden­burg í eigin rannsóknum.

Í sam­tali við WSJ segist Ander­son hlakka til að til­einka sér áhugamál, ferðast og verja tíma með unnustu sinni og barni.

Þá bætti hann við að hann hafi aflað nægi­legra fjár­muna til að tryggja fjár­hags­legt öryggi fjöl­skyldunnar til framtíðar. Ander­son ætlar að fjár­festa í vísitölu­sjóðum og öðrum lítið krefjandi fjár­festingum.