Suzanne Neufang, eigandi Global Business Travel Association, segir í samtali við Financial Times að vinnuferðir hafi gjörbreyst á undanförnum árum. Eins dags vinnuferðir hættu til dæmis um leið og heimsfaraldur skall á og hafa ekki enn komið aftur.
Verðbólga hefur einnig sett ákveðið strik í reikninginn þegar kemur að ferðalögum og segir hún að þróunin í fækkun ferðalaga sé nú komin til að vera.
Suzanne Neufang, eigandi Global Business Travel Association, segir í samtali við Financial Times að vinnuferðir hafi gjörbreyst á undanförnum árum. Eins dags vinnuferðir hættu til dæmis um leið og heimsfaraldur skall á og hafa ekki enn komið aftur.
Verðbólga hefur einnig sett ákveðið strik í reikninginn þegar kemur að ferðalögum og segir hún að þróunin í fækkun ferðalaga sé nú komin til að vera.
Umhverfis- og sjálfbærnisstefnur fyrirtækja eiga líka þátt í takmörkun ferðalaga. Þá er vilji til að nýta vinnuferðirnar betur með því að taka fleiri fundi eða fljúga einungis ef um langar vegalengdir er að ræða.
Fyrirtækin PwC, EY og Marsh McLennan hafa til að mynda öll tilkynnt að þau muni draga úr kolefnisfótspori sínu með því að fækka flugferðum.
Neufang bætir við að mannlegi þátturinn sé líka stór ástæða fyrir breytingunni. „Dagsferðir eru mjög erfiðar sama hvernig litið er á þær. Jafnvel á bestu dögum er mjög erfitt að leggja snemma af stað og koma seint heim.“