Meðal þess sem er að finna í 80 milljarða króna að­gerðar­pakka ríkis­stjórnarinnar í tengslum við kjara­samninga eru gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir grunn­skóla­barna en ríki og sveitar­fé­lög hafa til loka maí til að út­færa verk­efnið í sam­einingu.

Á­ætlað er að kostnaður við máltíðirnar nemi um 5 milljörðum króna á árs­grund­velli næstu fjögur árin.

Elliði Vignis­son, bæjar­stjóri Ölfuss, segir það sé mjög sér­stakt að ríki og sveitar­fé­lög hafi fest sig í svo þröngri nálgun að ein­blína á skóla­mál­tíðir. Réttast hefði verið að ráðast í breytingar á gjald­skrá sem nýtist fleiri heimilum.

„Fyrir það fyrsta er ég mjög þakk­látur að samningar hafi náðst þetta hratt og örugg­lega. Ó­vissa er slæm fyrir allan rekstur og heimilin í landinu. Við hjá sveitar­fé­lögunum teljum ekki eftir okkur þessa að­komu sem getur orðið til þess að stemma stigu við verð­bólgu sem er kannski stærsta ógnin fyrir okkar kjarna­rekstur og heimilin í hverju sveitar­fé­lagi fyrir sig,“ segir Elliði.

„Ég er hins vegar skeptískur á það hversu þröng nálgun var valin. Að taka einn mjög af­markaðan þátt út úr gjald­skrá sveitar­fé­laganna og horfa svona mikið á þann þátt. Ég hefði viljað fara aðra leið og leggja alla gjald­skrá sveitar­fé­laganna undir þannig þetta nýtist fleiri heimilum heldur en bara fjöl­skyldum með börn í grunn­skóla,“ bætir hann við.

Elliði segist hafa lýst því yfir bæði við for­ystu­fólk í verka­lýðs­fé­lögunum sem og aðra að hann teldi það einnar messu virði að ganga enn lengra.

„Skila hærri krónu­tölu til heimilanna með því að frysta gjald­skrár til lengri tíma. Mér finnst skrýtið að sú leið hafi ekki verið skoðuð meira,“ segir Elliði.

„Manni finnst þetta dá­lítið eins og það eigi að hækka laun örv­hentra um­fram rétt­hentra,“ segir Elliði.

Hann segir mikil­vægt að hafa í huga að sveitar­fé­lagið sjái ekki að sjá eftir fjár­mununum sem fara í verk­efnið og að hann vill ganga lengra gagn­vart barna­fjöl­skyldum.

„Það er þessi þrönga nálgun og mis­munun sem við gjöldum var­hug við,“ segir bæjarstjóri Ölfuss.