SpaceX, eldflauga- og gervihnattafyrirtæki Elon Musk, verður metið á tæplega 175 milljarða dala í söluumferð ákveðinna hluthafa, samkvæmt heimildarmönnum Bloomberg. Til samanburðar var fyrirtækið metið á um 150 milljarða dala í sumar.

SpaceX, eldflauga- og gervihnattafyrirtæki Elon Musk, verður metið á tæplega 175 milljarða dala í söluumferð ákveðinna hluthafa, samkvæmt heimildarmönnum Bloomberg. Til samanburðar var fyrirtækið metið á um 150 milljarða dala í sumar.

Áformað er að stærð útboðsins verði á milli 500 til 750 milljónir dala, eða allt að 105 milljarðar króna, og að hlutabréfaverð SpaceX, sem er ekki skráð á hlutabréfamarkað, verði um 95 dalir á hlut í útboðinu.

Viðskiptamiðillinn Barron‘s áætlar að SpaceX sé verðmætasta fyrirtæki á sviði flugiðnaðar og varnarmála í heimi, sé aðeins miðað við virði hlutafjár. Sé miðað við heildarvirði, þ.e. séu skuldir félaganna teknar með í reikninginn, þá er einungis Boeing verðmætara en SpaceX.