Íþrótta- og heilsuvöruverslunin Eirberg velti 861 milljón króna á árinu 2023 samanborið við 796 milljónir árið áður. Tapaði verslunin 69 milljónum króna á árinu samanborið við 27 milljóna tap árið áður.
Í skýrslu stjórnar segir að í kjölfar bruna sem kom upp í Kringlunni í júní í fyrra var ákveðið að loka verslun Eirbergs þar og auka enn áherslu á sérverslunina að Stórhöfða 25, sem hafði verið stækkuð og endurbætt í september 2021.
Eirberg var stofnað í lok árs 2000 þegar Heilbrigðisvörudeild Ó. Johnson & Kaaber og Hjálpartækjabanki Össurar runnu saman í eitt fyrirtæki.
Kristinn Johnson er framkvæmdastjóri Eirbergs.
Eirberg ehf.
2022 | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
796 | |||||||
591 | |||||||
113 | |||||||
27 |