Eistar hrepptu í áttunda sinn titilinn sem samkeppnishæfasta skattkerfið af OECD ríkjunum, samkvæmt Tax Foundation.

Fjórir lykilþættir í skattkerfi Eistlands eru grunnurinn að árangrinum. Í fyrsta lagi eru flatur 20% fyrirtækjaskattur, í öðru lagi 20% skatthlutfall einstaklingstekna, í þriðja lagi leggst eignarskattur einungis á verðmæti lands en ekki fasteigna. Að lokum er nefnt að allur erlendur hagnaður innlendra fyrirtækja er undanskilinn skatti.

Forsætisráðherra Eista tísti í dag:

„Við erum stolt af skattkerfinu okkar. Einfalt, gagnsætt og með fáum undanþágum“.

Ísland situr í 32. sæti listans og Ítalía rekur lestina situr á botni listans í 37. sæti.

Tax Competitiveness