Á meðan Novo Nor­disk nær ekki að anna eftir­spurn eftir þyngdar­stjórnunar­lyfjum í Banda­ríkjunum eru ó­dýrari eftir­líkingar að ná markaðs­hlut­deild.

Þetta kemur fram í greiningu Citi­bank en danski við­skipta­miðillinn Børsen greinir frá.

Sam­kvæmt greiningar­deild bankans er „eitt af fimm þyngdar­stjórnunar­lyfjum á markaði með heima­blandað GLP-1.“

Um er að ræða vörur frá fyrir­tækjunum Him & Hers Health og Noom sem bjóða ó­dýrari lausnir en þyngdar­stjórnunar­lyf þeirra kosta á bilinu 200 til 300 dali á mánuði á meðan einn mánuður af Wegovy frá Novo Nor­disk kostar 1349 dalir.

Sam­kvæmt Børseneru fyrir­tækin að nýta sér smugu í banda­rískum lögum sem leyfir lyfja­fyrir­tækjum að gefa út ó­dýrari eftir­líkingar.

Banda­ríski við­skipta­miðillinn Bar­rons greinir frá því að Him & Hers Health og Noom séu að nýta sér sam­fé­lags­miðla til að aug­lýsa vörurnar sínar og er varla hægt að opna slíka miðla vestan­hafs án þess að fá aug­lýsingu um þyngdar­stjórnunar­lyf í and­litið.

Geoff Cook, for­stjóri Noom, segir að um milljón Banda­ríkja­menn séu að kaupa þyngdar­stjórnunar­lyf þeirra um þessar mundir.

Greiningar­deild Citi á­ætlar að um 100 þúsund manns séu í á­skrift hjá Him & Hers Health.

„Við vonum að Banda­ríkja­þing rann­saki þessi fé­lög sem eru að blekkja al­menning og stofna sjúk­lingum í hættu,“ sagði Lars Fruerga­ard Jørgen­sen, for­stjóri Nova Nor­disk, á opnum nefndar­fundi vestan­hafs ný­verið.

Sam­kvæmt Bar­rons hefur Novo Nor­disk stefnt fjöl­mörgum fé­lögum fyrir að vera að blanda ó­dýrari út­gáfum af þyngdar­stjórnunar­lyfjum fé­lagsins.