Við sóttum um að fá að selja vörurnar okkar hjá ÁTVR, en þau ákváðu að ekki bara sleppa því að selja okkar vörur heldur að alfarið hætta að bjóða upp á áfengislausa kosti,“ segir Andri Árnason einn eigenda Akkúrat, dótturfélags Tefélagsins, en framkvæmdastjóri Akkúrat er Sólrún María Reginsdóttir.

„Þau rökstuddu ákvörðunina þannig að áfengislausar vörur hefðu ekki selst vel. Mér finnst það skondin skýring þar sem fram að þessu hafði úrvalið verið lélegt og eftirspurnin aukist gífurlega á síðustu árum samhliða gæðum drykkjanna.“

Hann bendir á að í einokunarverslunum í Svíþjóð og Noregi hafi verið ákveðið að bjóða upp á valkosti með lægra eða engu víninnihaldi. Sú ákvörðun hafi leitt til 21% söluaukningar á áfengislausum vörum í Noregi á milli ára. „Þegar verið er að halda árshátíðir, jólahlaðborð og veislur, þá er yfirleitt allt áfengið keypt hjá Vínbúðinni. Niðurstaðan verður oft sú að fólk sem drekkur fær frábært úrval en fólkið sem drekkur ekki þarf að fá sér dísæta gosdrykki eða sódavatn.“


Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið en í blaðinu er einnig fjallað um:

  • Fjölskyldufyrirtækið Bökum saman hlaut nýverið styrk í gegnum Uppsprettuna og verður styrkurinn nýttur til að breikka vöruúrvalið.
  • Framkvæmdastjóri SI segir að hið opinbera verði að stíga varlega til jarðar vegna yfirburðastöðu á raforkumarkaði.
  • Hert viðmið við útreikning greiðslubyrðarhlutfalls greind og rætt við seðlabankastjóra.
  • Forstjóri Elko fer yfir stöðu og styrkleika raftækjaverslunarinnar í ítarlegu viðtali.
  • Rætt er við nýjan framkvæmdastjóra Nathan & Olsen.
  • Óháður lögmaður hrekur mótbárur Lindarhvols og ríkisendurskoðanda við birtingu umdeildrar skýrslu.
  • Fjölmiðlarýnir fjallar um leigumarkaðinn og hvernig þvælan fer á flug
  • Óðinn fjallar um boð Ölgerðarinnar, yfirlýsingu stjórnar Festi og fráleitt lífeyrisfrumvarp.
  • Týr fjallar um afköst spretthóps Steinsgríms J. Sigfússonar og ríkisstyrki til landbúnaðar

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði